Íslenskir keppendur munu keppa á Spáni og í Ungverjalandi í Nóvember. Í Platja d’Aro á Spáni fer fram heimsmeistaramót í fitness og vaxtarrækt og í Búdapest í Ungverjalandi fer fram heimsmeistaramót öldunga og unglinga.Tímasetning þessara móta hentar ágætlega okkar keppendum þar sem Bikarmót Alþjóðasambandsins fer fram 24. nóvember í Reykjavík.