það er engin tilviljun að koffín er notað í orku- og íþróttadrykki

Margir taka koffín fyrir æfingar í þeim tilgangi að auka æfingagetu og styrk. Samkvæmt rannsókn sem gerð var undir stjórn Todd Astorino við Cal State Háskólann í San Marcos geta háir skammtar af koffíni (400 mg) aukið styrk í fótaréttum sem gerðar eru í þar til gerðu æfingatæki.

Fótaréttur er æfing sem tekin er sitjandi á fótabekk og rétt er úr fótunum með viðnámi við ökklann.

Ef tekinn var minni skammtur (160 mg) var ekki um marktæka styrktaraukningu að ræða.

Sterkustu orkudrykkirnir innihalda minna en 200 mg af koffíni. Þarna er því um að ræða ofurskammta. Þetta mikla magn af koffíni gat aukið styrk og þol um 6 til 8%.

Eins og staðan er í dag er koffín ekki á bannlista Alþjóða- íþrótta og Ólympíusambandsins en einstaka íþróttasambönd banna notkun þess.

(Medicine Science Sports Exercise, 42:2205-2210)