Ana Markovic

Ana Markovic hlaut þriðju verðlaun á Arnold Classic mótinu sem haldið var í Suður-Afríku í dag en mótið er meðal þeirra stærstu og fjölsóttustu í heimi. Ana er í góðu formi og hefur ferðast víða um heim á yfirstandandi keppnistímabili. 

Arnold mótið í Suður-Afríku er fimmta og síðasta mót hennar þar til í haust. Hún hóf þetta keppnistímabil með þátttöku á Íslandsmóti IFBB hér heima þar sem hún sigraði hæðarflokk sinn í módelfitnessi ásamt því að hljóta sigur í flokki 35 ára og eldri. Tveimur dögum síðar var hún komin á svið á Möltu þar sem hún hlaut silfurverðlaun í flokki sem heitir Fit Model og varð þar með fyrsti íslenski keppandinn til að taka þátt í þeim flokki, en viku síðar tók hún þátt í heimsmeistaramótinu í Fit model sem fór fram í Riga í Lettlandi. Þar hreppti Ana fjórða sætið.

Ana var að vonum ánægð með árangurinn á Arnold Classic.

Þá tók Ana þátt á Evrópumeistaramóti IFBB sem haldið var í Santa Susanna á Spáni í byrjun maí. Þar keppti hún ásamt þremur öðrum íslendingum. Fjórða mót Önu á þessu tímabili var síðan svokallað Demantamót sem haldið var í Lissabon í Portúgal. Fimmta mótið en jafnframt það síðasta á keppnistímabilinu fór fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku þar sem hún hreppti bronsverðlaun í flokki 172 sm og hærri í módelfitness.

Stefnir á Asíu og Akureyri

Í samtali við Fitnessfréttir áætlar Ana nú að taka sér sumarhlé frá keppni fram á haustið en þá áætlar hún að keppa á nokkrum mótum í röð eins og hún hefur gert hingað til. Að öllum líkindum keppir hún í Asíu á næsta tímabili, og lokar því tímabili með þátttöku á Bikarmóti IFBB hér heima í Íslandi sem haldið verður í nóvember næstkomandi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Við óskum Önu til hamingju með árangurinn og vel heppnað keppnistímabil.