Það bætir frammistöðu að taka 200-400 mg af koffíni fyrir æfingu eða keppni, sérstaklega í þolæfingum og átakmiklum æfingum. Koffín er ekki á bannlista Ólympíunefndarinnar en er bannað af ákveðnum íþróttasamböndum þegar um mikið magn er að ræða.

Spænskir vísindamenn við Castilla-La Manchaháskólann í Toledo komust að því að koffín bætti frammistöðu í bekkpressu og í hnébeygju þegar það var tekið að morgni til, en hafði ekki jafn mikil áhrif seinnipart dags. Koffín er orðið ríkur þáttur í svonefndum forhleðsludrykkjum (pre-workout drinks) sem ætlað er að auka frammistöðu á æfingum.

Það virkar betur á æfingum að morgni til en seinnipart dags. Það hafði sömuleiðis færri aukaverkanir þegar það var tekið að morgni til.

(Heimild:Journal of Science and Medicine Sport, vefútgáfa)