Á áttunda áratugnum ráðlagði hið opinbera almenningi að borða hátt hlutfall orkuefnana í formi kolvetna. Við þekkjum hvað á eftir kom. Feitu fólki fjölgaði eins og mývargi í maí í Mývatnssveit. Stórt hlutfall flestra þjóða hins vestræna heims flokkast í dag í offituflokk – þar er Ísland engin undantekning. Ástandið er sérlega slæmt meðal ungmenna sem láta glepjast af dásemdum hreyfingaleysis, sætum drykkjum og offramboði á kolvetnaríkum sætindum.

Þeir sem stunda reglulega hreyfingu þurfa kolvetni, sérstaklega í miklum átökum. Það er þegar kolvetnin eru ekki notuð sem orka í hreyfingu eða átök sem vandræðin byrja. Kolvetni sem ekki eru notuð sem orka fara í orkuforða líkamans – aukakílóin.

Munurinn á þjóðfélaginu í dag og fyrir 50 árum – áður en feitu fólki fjölgaði skyndilega er ekki einungis breyting á mataræði og offramboð á unnum fæðutegundum.

Munurinn á þjóðfélaginu í dag og fyrir 50 árum – áður en feitu fólki fjölgaði skyndilega er ekki einungis breyting á mataræði og offramboð á unnum fæðutegundum. Hreyfingaleysi var ekki jafn almennt fyrir 50 árum og í dag. Fjölmargir stunduðu líkamlega erfiða vinnu og fjölbreytta hreyfingu. Börn léku sér úti og hlupu á milli hverfa í leikjum sem oft kölluðu á mikla hreyfingu. Í dag er börnum ekið til og frá og spjaldtölvur og símar stjórna leikjaheiminum – ekki úti þar sem ferska loftið og hreyfingin heldur til, heldur uppi í sófa – þar sem sófaslyttin tútna út með iPad í annarri og flögur í hinni.

(Int J Cancer, 94: 140-147)