Sykurstuðullinn er mælikvarði á það hve hratt ákveðnar fæðutegundir geta hækkað blóðsykur í samanburði við glúkósa sem er hreinn sykur. Sykurstuðull upp á 100 þýðir að ákveðin fæðutegund veldur sömu hækkun og sama magn af glúkósa. Gildi upp á 50 þýðir að fæðutegundin veldur 50% af þeirri hækkun sem glúkósinn hefði gert. Hér á eftir er stuttur listi yfir sykurstuðul nokkurra algengra fæðutegunda.

LISTI YFIR NOKKRAR FÆÐUTEGUNDIR SEM GEFUR INNSÝN Í SYKURSTUÐULINN

Ananas (66)
Appelsína (31)
Apríkósur í dós (64)
Bakaðar baunir (46)
Bakaðar kartöflur (60)
Bananar (46)
Berjasmoothie (33)
Byggbrauð (66)
Englakaka (67)
Epli (28)
Fransbrauð (77)
Gatorade (78)
Glúkósi (100)
Hafrakoddar (89)
Hrein jógúrt (36)
Hunang (35)
Kirsuber (22)
Maísbaunir (37)
Maísflögur (42)
Mjólk (11)
Muffins (60)
Nýrnabaunir (22)
Pastastrimlar (32)
Perur (33)
Pizza með kjöti (30)
Pizza, venjuleg (80)
Próteinstykki (30)
Rjómaís (37)
Smjördeigshorn (67)
Snittubrauð (95)
Stappaðar kartöflur (86)
Tómatsafi (38)
Undanrenna (32)
Vínber (43)