Það var ekki allt betra í gamla-daga. Síst af öllu fyrir árþúsundum. Líf hellisbúa einkenndist af streitu og spennu. Þeir þurftu að berjast við óvægna náttúruna, óvini og skepnur sem helst eiga heima í hryllingssögum. Þeir bjuggu við viðvarandi óvissu um það hvaðan næsta máltíð kæmi en þrátt fyrir allt voru þessir harðgerðu menn stæltir og sterkir. Við nútímamenn búum eins og hellisbúarnir við streitu en flest okkar eru einskonar linsoðin útgáfa af hellisbúum. Flest erum við lin og feit – jafnvel með ýstru.

Hvað gerðist eiginlega síðastliðin 50,000 ár? Adrenalín hormónið er hluti af flótta- og varnarviðbrögðum líkamans en á sínum tíma tókst hellisbúinn á við hættuna og fór að því loknu að fást við líkamlega erfiða vinnu eða raunir til að halda lífi.

Sænskir vísindamenn undir forystu Dr. Thomas Ljung komust að því að þeir karlmenn sem voru mest þjakaðir af streitu voru með mun meiri kviðfitu og insúlínviðnám en þeir sem voru afslappaðri.

Nútímamaðurinn fær litla hreyfingu og er samt umlukinn streitu og áhyggjum. Áhyggjum af fjármálum, fjölskyldu, starfsframa eða öðrum streituvaldandi þáttum nútímans.

Sænskir vísindamenn undir forystu Dr. Thomas Ljung komust að því að þeir karlmenn sem voru mest þjakaðir af streitu voru með mun meiri kviðfitu og insúlínviðnám en þeir sem voru afslappaðri. Rannsóknin sýndi fram á að þeir sem höndla álag illa eru með feitari kvið og hærri blóðþrýsting en samanburðarhópur sem er minna stressaður.

(J Int Med, 250: 219-224)