Íslandsmót IFBB var haldið í Menningarhúsinu Hofi 22. apríl. Alls stigu 42 keppendur á svið og var keppnin jöfn og hörð í mörgum flokkum. Hér á eftir eru úrslit allra flokka og búið er að birta fjölda mynda í myndasafninu hér á fitness.is. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir (www.gyda.is). Hér á eftir koma um 20 myndir, en í aðal-myndasafninu er að finna á þriðja hundrað myndir.