Um Fitnessfréttir

Fyrsta eintak Fitnessfrétta kom út árið 1999. Vefurinn fitness.is hóf ennfremur göngu sína um leið og tímaritið. Fitnessfréttir eru líklega fyrsta ókeypis tímaritið sem gefið var út hér á landi af öðrum en félagasamtökum.

 

Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Lögð er áhersla á faglegar greinar sem byggjast á heimildum. Blaðinu er dreift frítt í allar æfingastöðvar landsins og er kostað af auglýsingum.

Efnistök og heimildir

Flestar greinar í Fitnessfréttum fjalla um niðurstöður rannsókna sem varða líkamsrækt, mataræði og heilsu í bland við viðtöl og léttari dægurmál.

Fitnessfréttir eru líklega eina tímaritið á þessu sviði hér á landi sem yfirleitt getur heimilda í lok hverrar greinar. Í efnisvali gildir sú meginregla að nýjustu upplýsingar verði lesendum að hagnýtum notum. Gagnavinnsla greinahöfunda byggist ávallt á heimildum og fyllstu fagmennsku er gætt í hvívetna.

Engin hagsmuna- né eignatengsl eru við bætiefnafyrirtæki né æfingastöðvar hér á landi önnur en þau að flest bætiefnafyrirtæki og fyrirtæki sem tengjast heilbrigðum lífsháttum sjá sér hag í að auglýsa í Fitnessfréttum. Sérstök athygli er vakin á að undir efnisflokknum „kynningar“ er oft um kynningar á nýjum vöruflokkum eða þjónustu að ræða frá ýmsum söluaðilum og tekur ritstjóri enga ábyrgð á fullyrðingum sem þar koma fram enda um auglýsingar eða kynningar að ræða eins og nafnið gefur til kynna. Ein blaðsíða í hverju blaði fer að jafnaði í umræddar kynningar og ekki fer á milli mála hvort um efni eða auglýsingu er að ræða.

Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður Fitnessfrétta
Einar Guðmann

Aðstoðarritstjóri
Gyða Henningsdóttir

Upplag prentað: 10.000 eintök
Dreifing: Ókeypis í allar æfingastöðvar á landinu.
Lesning vefútgáfu 10.000-40.000 
Útgáfutíðni: 4 tölublöð á ári. 
Stærð: A4
Sérstaða: Eina tímaritið á Íslandi um líkamsrækt.

Útgáfuáætlun 2019

1.tölublað 15. febrúar 2019

2. tölublað 11. apríl 2019

3. tölublað 1. september 2019

4. tölublað 18. október 2018

Eldri tölublöð