Ritstjórnarstefna fitness.is

Markmið fitness.is er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Lögð er áhersla á faglegar greinar sem byggjast á heimildum.

  • Árin 1999 til 2020 var prentútgáfa Fitnessfrétta gefin út í 8.000 eintökum fjórum sinnum á ári.
  • Í rúmlega tvo áratugi var blaðinu dreift frítt í allar æfingastöðvar landsins.
  • Svo kom Covid.
  • Í dag er blaðið í stafrænni útgáfu hér á fitness.is.
  • SÉRSTAÐA: Eina tímaritið á Íslandi um líkamsrækt og heilsu.

Við leggjum áherslu á traust lesenda

Fagleg heimildaöflun

Við leggjum áherslu á faglegar greinar sem byggjast á heimildum og vísum í þær eftir því sem við á.

Engar duldar auglýsingar

Við leyfum ekki duldar auglýsingar. Því miður hafa flestir fjölmiðlar miklar tekjur af duldum auglýsingum. Ekki við.

Bann við reynslusögum

Við leyfum ekki umfjöllun um meintar heilsuvörur sem byggja tilvist sína einungis á reynslusögum eða vitnisburði notenda.

Gott og vont

Við fjöllum um bæði hið jákvæða og neikvæða við líkamsrækt, hreyfingu, fæðubótarefni, mataræði og heilbrigðan lífsstíl.

Fólkið

Fitnessfréttir og fitness.is

Gyða Henningsdóttir

Aðstoðarritstjóri

Gyða Henningsdóttir annar eigenda fitness.is er hjartað í fitness.is. Hún er með púlsinn á mannlífinu í þessum geira og hefur umsjón með viðtölum. Gyða er einnig atvinnuljósmyndari (gyda.is), rithöfundur og vefstjóri 500.is.

Einar Guðmann

Ritstjóri

Einar Guðmann, annar eigenda fitness.is hefur skrifað þúsundir greina fyrir fitness.is. Hann er forsvarsmaður og yfirdómari IFBB, Alþjóðasambands líkamsræktarmanna hér á landi. Hann starfar sömuleiðis sem rithöfundur og atvinnuljósmyndari (gudmann.is).