Broddur eða brjóddmjólk er mjólk sem spendýr framleiða seint á meðgöngu og nokkrum dögum fyrir fæðingu. Hún inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæminu að þroskast og verjast sjúkdómum. Hér á landi hefur tíðkast að búa til ábrysti úr broddmjólk kúa.

Nokkrar rannsóknir sem gerðar voru í Finnlandi og Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að broddur eykur vöðvavaxtarþátt sem kallast IGF-1. Þar er á ferð vaxtarhormón sem er vefaukandi og virkar með því að hvetja IGF-1 til að framleiða líkamsvefi.

Þessar rannsóknir sýndu fram á að broddur eykur vefjamyndun og vöðvamassa en ekki var að sjá að hann hafi áhrif á árangur íþróttamanna í jafnfætis-stökkum eða bekkpressu.

Áströlsk rannsókn sýndi hins vegar fram á að fæðubótarefni sem byggjast á broddi (20 eða 60 grömm á dag) bættu tíma hjólreiðamanna í tveggja klukkustunda hjólreiðum við 65% álag af hámarksgetu.

Broddur virðist mögulega vera heppilegt fæðubótarefni fyrir þá sem sækjast eftir vöðvamassa. Hægt er að fá það í fæðubótarefnaformi en ef til vill er ódýrast að kaupa það hjá næsta mjólkursamlagi eða bónda.

(Med Sci Sports Exerc, 34: 1184-1188)