Kristjana Huld Kristinsdóttir, Vijona Salome og Ognjen Petrovic kepptu nýverið á IFBB Grand Prix og Diamond Cup Luxembourg mótunum með góðum árangri. Margir af bestu keppendum heims eru saman komnir á þessum mótum.

Kristjana Huld og Vijona Salome

Kristjana Huld sigraði í flokki yfir 166 sm í módelfitness á English Grand Prix og varð í þriðja sæti í heildarkeppninni þar sem atvinnumannakort var í boði fyrir sigurvegarann. Kristjana Huld var því hársbreidd frá því að tryggja sér atvinnumannakort á þessu sterka móti og stimplaði sig þannig inn meðal sterkustu keppenda Evrópu í módelfitness. Hún keppti einnig á Diamond Cup í Luxembourg þar sem hún hlaut bronsverðlaun.

Oggi er fjórði frá vinstri.

Oggi (Ognjen) Petrovic hlaut silfurverðlaun á English Grand Prix mótinu í unglingaflokki og bronsverðlaun í flokki yfir 179 sm sem er sömuleiðis frábær árangur.

Vijona Salome keppti á Diamond Cup mótinu í Luxembourg og náði bæði fjórða sætinu unglingaflokki og fjórða sætinu á eftir Kristjönu Huld í undir 169 sm flokki í módelfitness. Allir íslensku keppendurnir voru því að gera góða hluti á þessum mótum.