Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna (IFBB) fór fram í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 25. nóvember. Bikarmeistararnir voru sex talsins eftir mótið en keppt var í sportfitness, fitness karla, fitness kvenna, vaxtarrækt, wellness og módelfitness. Flestir af bestu keppendum landsins stigu þarna á svið og keppnisandinn leyndi sér ekki á mótinu.

Sigurvegarar í módelfitness

Módelfitness

Það var Valentína Erla Hrefnudóttir sem sigraði í módelfitness. Önnur varð Anna Leósdóttir en einungis munaði einu stigi á milli þeirra tveggja. Þriðja varð Nadía Anna Róbertsdóttir sem jafnframt varð bikarmeistari unglinga.

  1. Valentína Erla Hrefnudóttir – 17
  2. Anna Leósdóttir – 18
  3. Nadía Anna Róbertsdóttir – 14
  4. Sylwia Kalemba – 15
  5. Alma Dís Sigurbjörnsdóttir – 16
  6. Gunnhildur Erla Þórisdóttir – 13
Sigurvegarar í sportfitness

Sportfitness

Dagur Smári kom sá og sigraði í sportfitness. Hann keppti einnig sem unglingur og varð því tvöfaldur bikarmeistari. Eins og í úrslitunum í módelfitness munaði einungis einu stigi á honum og Fannari Alexander Snæhólm sem varð annar.

  1. Dagur Smári – 1
  2. Fannar Alexander Snæhólm – 2
  3. Jakob Ingason – 3
Sigurvegarar í fitnessflokki karla.

Fitness karla

Það var Tómas Örn Eyþórsson sem varð bikarmeistari í fitness karla. Allir mættu þeir vel undirbúnir til keppni og gaman var að fylgjast með keppnisandanum í flokknum. Þeim leiddist ekki á sviðinu, enda að uppskera margra mánaða undirbúning. Baldur Benediktsson keppti einnig sem unglingur og varð því bikarmeistari unglinga í fitness.

  1. Tómas Örn Eyþórsson – 5
  2. Anton Helgi Falkvard Traustason – 4
  3. Baldur Benediktsson – 6
Sigurvegarar í vaxtarrækt.

Vaxtarrækt

Gunnar Stefán Pétursson varð bikarmeistari í vaxtarrækt. Hann hefur áður hampað Íslandsmeistaratitlum en annar varð David Nyombo Lukonge fyrrum bikarmeistari og Íslandsmeistari. Nikola Krasimirov Saradzhaliev sem varð þriðji ætlaði að keppa í fitnessflokki karla en vigtaðist of þungur fyrir sína hæð og færðist því yfir í vaxtarræktarflokkinn. Hann kom vel undirbúinn og veitti meisturunum tveimur harða keppni.

  1. Gunnar Stefán Pétursson – 8
  2. David Nyombo Lukonge – 7
  3. Nikola Krasimirov Saradshaliev – 9
Sigurvegarar í fitnessflokki kvenna.

Fitness kvenna

Þær Thelma María Guðmundsdóttir og Katrín Egilsdóttir urðu báðar bikarmeistarar í fitnessflokki kvenna. Thelma í fitness kvenna og Katrín í flokki 35 ára og eldri.

  1. Thelma María Guðmundsdóttir – 10
  2. Katrín Egilsdóttir – 11
Rannveig Anna Jónsdóttir sigurvegari í wellnessflokki kvenna.

Wellness kvenna

Rannveig Anna Jónsdóttir varð bikarmeistari í wellnessflokki kvenna. Hún var eini keppandinn í flokknum og hélt nafni þessa keppnisflokks á lofti en hún hefur einnig verið að keppa á erlendum mótum síðastliðið ár með góðum árangri. Wellnessflokkar á Evrópu- og heimsmeistaramótum IFBB eru mjög fjölmennir og margir keppendur sem eiga erindi í þennan keppnisflokk. Minni áhersla er lögð á harða skurði í dómforsendum og meiri áhersla á samræmi og hlutföll.

  1. Rannveig Anna Jónsdóttir – 12

Fleiri myndir í myndasafninu

Gyða Henningsdóttir tók ljósmyndir fyrir fitness.is af bikarmótinu. Myndirnar eru komnar í myndasafn fitness.is.

Íslandsmótið verður haldið 20. apríl í Hofi á Akureyri

Nú liggur fyrir að Íslandsmótið á næsta ári verður haldið laugardaginn 20. apríl á næsta ári. Nú þegar virðast fjölmargir keppendur vera að stefna á keppni á mótinu. Íslandsmótin eru alltaf mun fjölmennari en bikarmótin og því má búast við spennandi móti á næsta ári. Eins og einn keppandi orðaði það um helgina – „Það passar að henda í sig jólasteikinni og henda sér svo í niðurskurðinn eftir áramót.“

Það passar að henda í sig jólasteikinni og henda sér svo í niðurskurðinn eftir áramót