Viðnám einstaklinga gegn insúlíni er misjafnt. Insúlín er nauðsynlegt til þess að brjóta niður sykur í blóðrásinni. Það er sem sagt ekki gott að hafa mikið viðnám við insúlíni vegna þess að ella eiga menn erfi ðara með að vinna úr sykri og fitna því frekar.Talið er að viðnám við insúlíni aukist með aldrinum, sérstaklega háþrýstingur og mikil blóðfita fara saman. Mikið viðnám við insúlíni virðist auka hættuna á hjartaáfalli, heilablóðfalli, nýrnasjúkdómum, valda getuleysi og ákveðnum tegundum krabbameins. Vísindamenn sem hafa gert rannsóknir á insúlínviðnámi við háskólann í Washington í Bandaríkjunum hafa komist að því að fitusækni mittis og maga sé betri mælikvarði á insúlínviðnám heldur en þolpróf eða fituhlutfallsmælingar (BMI) hjá fullorðnum karlmönnum. Mittisummálið segir því töluvert um heilsufar eldri karlmanna þar sem þeir sem hafa hátt insúlínviðnám fitna helst á magasvæðinu. Diabetes Car, 29:673-678, 2006