Lífsgæði versna með minnkandi vöðvamassa á efri árum Vöðvarýrnun er alvarlegt vandamál hjá eldra fólki. Með árunum minnka lífsgæði eldra fólk sem á við alvarlega vöðvarýrnun að stríða þegar það hættir að vera fært um að framkvæma dagleg störf.Vöðvarýrnunin hefur víðtæk áhrif á heilbrigðiskerfi ð með tilheyrandi kostnaði þar sem því fylgir aukin hætta á meiðslum, beinþynningu og minnkandi sjálfstæði. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að vöðvar þurfi endilega að rýrna eftir því sem aldurinn færist yfir okkur. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að styrktaræfingar skila sér í minni vöðvarýrnun, eykur orku og getu til þess að framkvæma dagleg störf, eykur nýtingu á prótíni og eykur vöðvamassa. Nokkrar, en þó ekki allar rannsóknir sem að því hafa beinst hafa sýnt fram á að sé lífsnauðsynlegum amínósýrum (prótíni) bætt í mataræði eldra fólks eykst upptaka vöðva á prótínum um 70-100%. Þol- og teygjuæfingar hafa reynst vel fyrir aldrað fólk, en styrktaræfingar með lóðum eða í tækjum hafa reynst best. Þær eru lykillinn að því að viðhalda lífsþrótti og orku fram á efri árin. Sports Medicine, 34: 329-348, 2004.