Búið er að senda inn skráningar fyrir íslensku keppendurna á Norðurlandamótinu í fitness og vaxtarrækt sem fer fram dagana 22.-23. otkóber í Helsinki í Finnlandi. Magnús Bess Júlíusson mun keppa í undir 100 kg flokki í vaxtarrækt, Sigurður Kjartansson í undir 80 kg flokki og Rannveig Kramer keppir í undir 163 sm flokki í fitness.

Mótið verður allt hið glæsilegasta og spennandi verður að sjá hvort Magnúsi Bess takist að endurheimta Norðurlandameistaratitilinn. Sigurður og Rannveig eru sömuleiðis til alls líkleg.

kv. Einar Guðmann