Bikarmót IFBB  Alþjóðasambands líkamsræktarmanna verður haldið föstudaginn 19. og laugardaginn 20. nóv. Keppnin verður að þessu sinni haldin í tengslum við íþróttahátíðina Fitness and Health Expo sem haldin verður í Íþróttahúsinu í Mosfellsbæ og í Laugardalshöll.

Íþróttahátíðin hefst í Mosfellsbæ á föstudeginum kl 14.00 og fyrsta atriðið verður kraftakeppni þar sem nokkrir af sterkustu mönnum heims taka þátt í keppni sem kennd er við Jón Pál Sigmarsson. Fjölmörg fyrirtæki tengd heilsu og hreyfingu munu sýna og kynna vörur sínar á svæðinu. Kl 16.00 mun svo forkeppni bikarmóts IFBB hefjast með keppni í módelfitness og fitness kvenna.

Á laugardag opnar hátíðin í Mosfellsbæ kl 11.00 með áframhaldi á kraftakeppninni og vörusýningum. Klukkan 12.00 hefst síðan forkeppni í fitness karla og vaxtarrækt. Einnig verður keppt í jiu-jitsu á laugardeginum. Kl 19.00 á laugardeginum verður keppnin flutt í Laugardalshöll og hefst með úrslitum í öllum flokkum fitness og vaxtarrækt. Þar mun Jay Cutler Mr Olympia stíga á svið.  Lokagreinin í kraftakeppninni verður stax að lokinni keppni í vaxtarrækt og fitness og að því loknu mun bardagakappinn Gunnar Nelsson berjast við breskan meistara. Á sunnudag kl 11.00 verður áframhald keppna í Mosfellsbæ. Keppt verður í ýmsum keppnum, þar á meðal fimleikum og keppni í kraftlyftingum þar sem Auðunn Jónsson mun keppa við sterka erlenda keppendur.

Verð inn á svæðið í Mosfellsbæ verður kr. 2.000,- fyrir hvern dag og 4.500,- kr á úrslitin í Laugardalshöll. Einnig verður hægt að fá heildarmiða á alla viðburði á kr. 10.000,-