Rétt í þessu var forkeppni Norðurlandamótsins í fitness og vaxtarrækt að ljúka. Rannveig Kramer sem keppir í erfiðum 17 keppenda flokki í fitness komst í 6 manna úrslit. Sama á við um Magnús Bess Júlíusson sem keppir í 12 manna flokki, undir 100 kg í vaxtarrækt. Sigurður Kjartansson sem keppir í undir 90 kg flokki komst ekki áfram að þessu sinni. Úrslit verða ljós síðar í dag. Úrslitin hefjast um kl 12.00 að íslenskum tíma og því gætu endanlegar niðurstöður legið fyrir um miðjan daginn.

Undirritaður er staddur á Norðurlandamótinu og mun birta úrslit svo fljótt sem verða má. 

Hægt er að sjá eitthvað af myndum á bodylehti.fi

Meðfylgjandi mynd tók Gyða Henningsdóttir fyrir fitness.is.

kv. Einar Guðmann