Nokkur ráð til karlmanna
Draumur margra karlmanna er að konan þeirra sé eins og módel úr nærfataauglýsingu. Þetta gerir tíðarandinn í dag. Margar konur eru beint og óbeint í kjölfarið á því helteknar af því að vera grannar og leggja sig of hart fram í mataræðinu sem getur endað með átröskunarsjúkdómum – allt til að þóknast karlinum. Afleiðingin er áhugaleysi á kynlífi.Þegar líkaminn fær ekki nægilegt magn af hitaeiningum til að viðhalda sér, fer hann í nokkurs konar neyðarham, konurnar hugsa fyrst og fremst um mat og missa áhugann á öðru – þar á meðal karlmönnum. Þarna eru karlar nánast á milli steins og sleggju, því flestir sérfræðingar halda því fram að karlarnir eigi ekki að hafa áhyggjur af kílóafjölda konunnar, vegna þess að hún eigi að vera í þeirri þyngd sem henni líði vel í. Hinsvegar vilja karlar ekki konur með fullkomna líkama sem hafa engan áhuga á kynlífi og flestir vilja ekki heldur sællegar en akfeitar konur í bólið. Besta ráðið fyrir karla sem vilja koma kynlífinu í lag er því að fara milliveginn. Aðstoða konuna eftir fremsta megni í mataræðinu, stjana við hana til þess að halda skapinu góðu og hvetja hana til að æfa til þess að henni líði vel, sé í formi og langi í kynlíf.