Ótímabært sáðlát er vandamál hjá mörgum karlmönnum. Dásemdir kynlífsins enda fyrr en þeir hefðu viljað. Þetta er algengt umkvörtunarefni sem veldur streitu og pirringi. Í verstu tilfellum getur það leitt til þess að karlmenn forðist kynlíf vegna þess hve vandræðalegt þetta getur verið fyrir þá.

Hugsanlega er komin lausn. Spila tölvuleiki.

Ný rannsókn sem gerð var við Rómarháskóla sýnir fram á að tengsl eru á milli þess að spila tölvuleiki og betra kynlífs. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á tengslum rafrænnar afþreyingar og kynlífshegðunar karla.

Leikjaspilarar endast lengur í rúminu í samanburði við þá sem ekkert spila. Rannsóknin var gerð sumarið 2014 og fólst í að spyrja 599 karlmenn á aldrinum 18-50 fjölda spurninga sem vörðuðu kynlíf.

Þeir sem spiluðu tölvuleiki að jafnaði klukkustund eða lengur á dag voru ekki jafn líklegir og aðrir til að vera í vandræðum með ótímabært sáðlát. Þeir voru hins vegar líklegri til að hafa örlítið minni löngun í kynlíf. Ef ótímabært sáðlát er til vandræða í rúminu er kannski ekki svo galið að grípa af og til í tölvuleiki.

(www.jsm.jsexmed.org/article/S1743-6095(17)31149-9/fulltext)