hlaupari

Samkvæmt rannsókn á 1400 karlmönnum draga miklar og erfiðar þolæfingar úr kynorku. Karlmennirnir svöruðu könnun um æfingar, æfingaálag, tegund æfinga, tíðni. Sömuleiðis svöruðu þeir spurningum um kynlífið. Hversu oft það var stundað og hversu mikil löngunin væri.

Bornir voru saman hjólreiðamenn, hlauparar, sundmenn, göngufólk og lyftingafólk. Í stuttu máli var kynorkan minnst hjá hlaupurum.

Lítil kynorka hafði einnig fylgni við það að æfa meira en 10 klukkustundir á viku, fara 10 sinnum eða oftar í viku á æfingu, keppa oft, taka erfiðar æfingar, hlaupa sex eða fleiri maraþon eða hafa æft viðstöðulaust í 10 ár eða lengur.

Samkvæmt rannsókninni var kynorkan minnst hjá ýktum langhlaupurum.

(Medicine and Science in Sport and Exercise, vefútgáfa 9. febrúar 2017)