Margrét Gnarr kom sá og sigraði á Evls Prague Pro atvinnumannamótinu í módelfitness sem  fór fram fyrir skemmstu í Prag. Að hennar sögn var þetta fyrsta mótið sem hún keppti á og sigraði sem 100% vegan.  Margrét er að vonum ánægð með útkomuna á forminu sem hún þakkar þjálfara sínum Imad og segist hafa borðað mun stærri máltíðir en vanalega til að geta mætt í „þéttara“ formi en vanalega.

13 keppendur kepptu í hennar flokki sem eins og hún eru allir atvinnumenn í greininni. „Nú er komið að hvíld og eina mótið sem ég mun einbeita mér að er Olympia 2018 þar sem ég ætla mér að mæta í mínu besta formi.“