Á síðustu Ólympíuleikum var sagt frá því í fréttum að sumir hjólreiðamenn tækju ketóna til að auka frammistöðu sína. Það veitir mikla sælutilfinningu þegar líkaminn framleiðir ketóna á náttúrulegan hátt í gegnum efnaskipti.

Hjólreiðamenn taka fæðubótarefni sem innihalda ketóna í þeim tilgangi að seinka þreytutilfinningu. Heilinn notar fyrst og fremst glúkósa (sykur) sem brennsluefni en hann getur líka notað ketóna. Líkaminn framleiðir ketóna þegar mataræðið er hitaeiningalítið til að tryggja heilanum orku.

Fæðubótarefni sem innihalda ketóna skila engum árangri. Engum árangri umfram hefðbundin kolvetni. Þetta staðfesti Phillippe Pinckaers og félagar við Maastrichtháskólann. Þeir endurskoðuðu útgefnar rannsóknir á þessu sviði.

Þeir bentu einnig á að niðurstöðurnar hafi verið fyrirsjáanlegar. Ástæðan er sú að ketónar brotna mun hægar niður en kolvetni og því er orka lengur að myndast.
(Sports Medicine, vefútgáfa 16. júlí 2016)