Eitt fyrsta einkenni þess að karlmaður sé hugsanlega að þróa með sér kransæðasjúkdóm er risvandamál. Ástæðan er sú að fínu grönnu æðarnar í limnum lenda í vandræðum með blóðflæði áður en grönnu æðarnar í hjartanu fara að verða til vandræða – vandræða sem við köllum kransæðasjúkdóm. Karlar sem eiga í vandræðum með að halda reisn í samförum eða við sjálfsfróun eru í meiri hættu gagnvart kransæðasjúkdómum en eðlilega rismiklir karlar. Risvandamál má rekja til vandamála í frumum innan á æðaveggjum, insúlínviðnáms og annarra einkenna um óeðlilega blóðsykurstjórnun. Limurinn er því bókstaflega lykillinn að hjartanu.
(American Journal of Men´s Health, vefúrgáfa 4. febrúar 2016)