Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að mataræði sem svipar til Atkins kúrsins virkar vel til léttingar. Erlendis hefur þetta haft í för með sér talsverðar breytingar á matarvenjum fólks sem birtist helst í því að í stað brauðrétta og snakks í veislum er í auknum mæli farið að bjóða upp á rækjur á pinna, eða steik. Gagnrýnendur þessa mataræðis hafa bent á að það sé ekkert sem sanni né bendi til þess að þetta mataræði virki til lengri tíma. Bandaríkjamenn halda gagnaskrá yfir þá sem hafa misst 30kg eða meira og haldið þeim árangri í fimm ár eða lengur. Skemmst er frá að segja að einungis einn maður sem fylgir Atkins mataræðinu kemst á þann lista. Hinsvegar æfir dæmigerður maður sem kemst á þennan lista a.m.k. klukkustund á dag. Þetta er enn ein vísbendingin um að við eigum að vera dugleg í æfingastöðvunum eða stunda mikla hreyfingu því það skilar árangri til lengri tíma.
New York Magazine, 16, des. 2002