Margir vaxtarræktarmenn vilja frekar nota Z-stöng í stað beinnar stangar vegna þess að hún leggur minna álag á framhandlegginn þegar tvíhöfðalyftan er gerð. Þeir sem gera mikið af tvíhöfðalyftu með beinni stöng fá í sumum tilfellum vott af sinaskeiðabólgu eða önnur álagseinkenni í úlnliðinn.Rafsegulmælingar eru vinsælar til þess að mæla átök í vöðvum, en þessi aðferð var notuð til þess að mæla hvort munur væri á átakinu á tvíhöfðann með beinni stöng annarsvegar og Z-stöng hinsvegar. Tvíhöfðinn verður greinilega fyrir meira átaki þegar notuð er bein stöng samkvæmt þessum mælingum, bæði á upp- og niðurleið. Hliðarvöðvinn sem liggur innan og utan á tvíhöfðanum (brachioradialis) varð fyrir jafn miklu átaki með báðum stöngum. Niðurstaðan úr mælingunum varð því sú að bein stöng tekur meira á tvíhöfðann, en betra er að nota Z-stöng ef menn verða fyrir álagseinkennum í framhandlegg.
J. Strength Cond. Res., 16: 539-546, 2002