Það er ekki langt síðan lóða- og tækjaæfingar voru ekki hátt skrifaðar meðal heilbrigðisstétta sem jákvæð heilsubót. Raunin er sú að lóða- og tækjaæfingar eru afar mikilvægar, sérstaklega fyrir konur til þess að viðhalda beinþéttni.Í rannsókn sem gerð var við Harvard Háskólann í Bandaríkjunum voru æfingahefðir og heilbrigði 50.000 karlmanna rannsakaðar. Í ljós kom að ef menn stunduðu einungis 30 mínútna lóða- og tækjaæfingar á viku drógu þeir áhættu sinni gagnvart hjartaáfalli um 25%. Samhengi var á mili heildartíma sem eytt var í lóða- og tækjaæfingar, göngu, hlaup og aðra hreyifngu og þess hversu dró úr áhættu gagnvart hjarta- og kransæðasjúkdómum. Miklar æfingar drógu verulega úr áhættunni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir ennfremur til þess að menn ættu að blanda saman tækjaæfingum og þolæfingum til þess að fá sem mesta vörn gegn hjarta- og kransæðasjúkdómum.
J. Amer. Med. Assoc., 288: 1994-2000, 2002.