Skráningar eru að berast inn vegna bikarmóts í fitness og vaxtarrækt sem fram fer 4. nóv. Þekkt nöfn bætast á listann eftir því sem nær dregur og ekki er annað að sjá en nokkrir af þeim „stóru“, bæði í fitness og vaxtarrækt ætli að mæta.Ennfremur er fín þátttaka í fitness karla og kvenna. Nánar um það síðar. Í vaxtarræktinni heyrast nöfn eins og Svavar, Sæmi, Siggi Gests og fleiri. Anna Bella og Heiðrún ásamt mörgum upprennandi fitnesskeppendum eru ennfremur að stefna á mótið.