Sigurður Gestsson, Magnús Bess og Heiðrún Sigurðardóttir keppa um næstu helgi i fitness og vaxtarrækt á móti sem fer fram í Oslo og nefnist Oslo Grand Prix. Um síðustu helgi komust þau öll í úrslit á Grand Prix móti sem fór fram í Danmörku.Grand Prix mótaröðin er opin öllum keppendum í Evrópu. Má því búast við sterkum keppendum eins og raunin var um síðustu helgi í Danmörku. Við munum fylgjast með keppendum og birta úrslit um leið og þau berast.