Með tilkomu nýja vefkerfisins á fitness.is er hægt að nálgast eldri tölublöð af Fitnessfréttum hér á vefnum á auðveldan hátt. Búið er að setja nýjustu eintökin upp í svokölluðu flettikerfi sem gera það auðveldara en auðvelt að fletta blaðinu og lesa sem aldrei fyrr. Hægt er að leita, stækka myndir og hafa góða stjórn á blaðsíðustækkunum og flettingum. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að taka upp þetta kerfi sem er tvímælalaust eitt hið þægilegasta sem völ er á.

Eins og staðan er núna er búið að setja inn tölublöð þriggja síðastliðinna ára og stefnt er að því að öll tölublöð frá árinu 1999 verði komin inn áður en langt um líður.

Hér er hægt að smella til þess að sjá eldri tölublöð.