Nýtt tölublað Fitnessfrétta er komið út. Þetta er 15. árgangur blaðsins sem er að hefja göngu sína en að þessu sinni er það Ingrid Romero sem er á forsíðu blaðsins. Ingrid kom hingað til lands og fór í myndatöku hjá Arnold Björnssyni þegar fimm mánuðir voru liðnir frá fæðingu tvíbura sem hún eignaðist. Ingrid gefur lesendum nokkur heilræði af sinni alkunnu ástríðu fyrir líkamsrækt og heilbrigðu líferni. Í blaðinu er ennfremur að finna fjölda greina um mataræði, heilsu, bætiefni og líkamsrækt þar sem fjallað er um nýjustu fréttnæmu rannsóknirnar á þessu sviði.

Blaðið er aðgengilegt á vefnum en næstu daga fer prentaða útgáfan í dreifingu í æfingastöðvar víðsvegar um landið.