FF_a1tbl1999Tíminn er fljótur að líða. Fitnessfréttir hófu göngu sína 1999 og er því 15 árgangur hafinn. Einar Guðmann hóf útgáfu blaðsins á sínum tíma og hefur verið ritstjóri þess alla tíð auk þess sem hann hefur skrifaði flestar greinarnar í gegnum tíðina sem skipta nú þúsundum. Vefur blaðsins fitness.is varð sömuleiðis til árið 1999 og hefur lesendum vefsins og blaðsins fjölgað jafnt og þétt á þessum 15 árum.