Ingrid Romero sem er einn af fremstu keppendum IFBB í módelfitness verður með námskeið á föstudaginn fyrir keppendur og áhugasama. Námskeiðið fer fram á föstudaginn 9. nóvember kl 17.00-21.00. Ingrid mun kenna eitt og annað sem varðar málefni keppenda, sviðsframkomu, mataræði og fleira.

Ingrid varð heildarsigurvegari á Arnold Classic 2011 í módelfitness og hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta síðan. Skráningar á námskeiðið fara fram á vef World Class.