waldenfarmsFitnesssport býður nú upp á sósur sem innihalda engar hitaeiningar. Svavar hjá Fitnesssport segir að þeir hafi kynnst þessum vörum á sýningu í Ameríku og hafi orðið alveg hissa á að engin væri byrjaður að bjóða upp á þetta á Íslandi. Walden Farms sósurnar eru alger nýjung þar sem þær innihalda engar hitaeiningar og henta þar af leiðandi mjög vel fyrir alla sem vilja tálga af sér nokkur aukakíló eða bara vilja borða hollara og minnka óþarfa fitu og sykur í mataræðinu.

Líkamsræktarfólk hefur tekið þessu gríðarlega vel enda getur verið erfitt og leiðigjarnt að skera niður fyrir mót þar sem mataræðið vill verða svolítið einhæft. Walden Farms gera þannig niðurskurðinn örlítið léttari þar sem þú getur notað salatsósur og súkkulaðisósur í gegnum allt niðurskurðartímabilið án þess að eiga á hættu að skemma fyrir þér fitubrennsluna. Svo hafa verið gerðar óformlegar rannsóknir sem benda til þess að þeir sem skipta úr venjulegu kaloríusósunum yfir í þessar sósur grennast sjálfkrafa án þess að breyta neinu öðru. Sykursjúkir hafa líka tekið þessum vörum fagnandi en hingað til hefur ekki verið um mikið að velja fyrir þann hóp. Það eru komnar ca 35 tegundir af 50 á markað hér á landi nú þegar og við munum bæta fleirum við á næstu mánuðum. Walden Farms fæst í öllum stórmörkuðum og hjá Fitness Sport Faxafeni.