ClarinsMen línan hefur nú á boðstólnum þrjár nýjar vörur til viðbótar við fjölbreytta snyrtivörulínu fyrir karlmenn: sjálfbrúnkukrem, roll-on svitalyktareyði og húðhreinsikrem.  Sjálfbrúnkugelið virkar samstundis og veitir eðlilegan og jafnan lit og virkar jafnframt sem frískandi rakakrem fyrir húðina. Gelið er ætlað karlmönnum sem vilja vera hraustlega brúnir allt árið án ljósabekkja.
Roll-on svitalyktareyðirinn kemur í veg fyrir svitalykt án þess að eyðileggja hinn náttúrulega gróður húðarinnar. Hann er sérstaklega hentugur fyrir íþróttamenn og þá sem vilja frekar nota roll-on í stað hefðbundinna svitalyktareyða. Svitalyktareyðirinn er án alkóhóls og hentar vel flestum, jafnvel þeim sem hafa viðkvæma húð og skilur ekki eftir klístraða tilfinningu eftir áburð.
Húðhreinsikremið er ætlað öllum karlmönnum en þykir henta sérstaklega reykingamönnum eða þeim sem eru með fílapensla og bólur. Ennfremur er kremið góður kostur fyrir þá sem hafa grófa skeggrót eða inngróin hár. Kremið bætir áferð húðarinnar með því að fjarlægja umfram fitu og þétta svitaholur. Það hefur einnig slípandi virkni með því að eyða dauðum húðfrumum og óhreinindum.