Ekki þarf að fjölyrða um árangur Magnúsar Bess í vaxtarrækt hérlendis. Enginn hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla, né náð að hafa tærnar þar sem hann hefur haft hælana undanfarna tvo áratugi í þessari íþróttagrein. Undanfarin tvö ár hefur Magnús verið að keppa erlendis á alþjóðlegum mótum með góðum árangri og var því afar kærkomið að hann skyldi verða norðurlandameistari á heimavelli. Þór Harðarson fékk silfur í undir 100 kg flokki og hafði betur í erfiðri keppni við Erik Fossland meistara frá Noregi sem hafnaði í þriðja sæti. Í undir 80 kg flokki í vaxtarrækt sigraði Martin Engstrøm frá Noregi, annar varð Sauli Aitto-oja frá Finnlandi og Ali Tabra frá Noregi varð þriðji. Okkar maður, Sæmundur Hildimundarson hafnaði í fimmta sæti. Sæmundur var í góðu formi og mætti vel undirbúinn. Meistararnir frá nágrannalöndunum okkar áttu hinsvegar betri dag að þessu sinni. Ott Kiivikas frá Eistlandi sigraði í undir 90 kg flokki. Hann var þar í sérflokki og átti tvímælalaust fyrsta sætið, enda þrautreyndur meistari sem er duglegur að keppa á alþjóðlegum mótum. Annar varð Amir Riazifard frá Noregi og þriðji Rene Olesen frá Danmörku. Alls kepptu sjö keppendur í svonefndum öldungaflokki karla í vaxtarrækt  en þeir eru 40 ára eða eldri. Øyvind Fjeldseth frá Noregi sigraði, Petri Raatikainen frá Finnlandi varð annar og Knut Øines varð þriðji. Okkar menn í þessum keppnisflokki voru þeir Smári Harðarson og Guðmundur Bragason. Smári hafnaði í fimmta sæti og Guðmundur í því sjöunda. Stóru strákarnir í yfir 100 kg flokknum áttu sviðið í Háskólabíói. Þakið ætlaði af húsinu í látunum, en það var Kim Torgersen frá Noregi sem hlaut gullið. Hinn danski Thomas Davidsen varð annar og Sami Jääskeläinen frá Finnlandi þriðji.

Eftir að úrslit í öllum vaxtarræktarflokkunum lágu fyrir hófst leitin að heildarsigurvegaranum í vaxtarrækt. Mættu þar allir sigurvegararnir úr öllum flokkunum á svið og varð strax ljóst að keppnin um þennan stærsta titil yrði mjög jöfn. Fór svo að einungis munaði einu stigi á Kim Torgersen frá Noregi og Ott Kiivikas frá Eistlandi hinum norska Kim í hag. Okkar maður Magnús Bess Júlíusson varð þriðji í heildarkeppninni sem er árangur framar vonum. Fitness karla Kristján Samúelsson kom sá og sigraði í fitnessflokki karla. Einhugur var meðal dómara um að hans væri gullið, sem sýnir hversu sterkur keppandi hann er í þessari vinsælu keppnisgrein. Ellefu keppendur voru í hans keppnisflokki en það var André Thesen frá Noregi sem hafnaði í öðru sæti og Imre Vähli frá Eistlandi hafnaði í því þriðja. Þeir Stefán Þór Arnarsson og Evert Víglundsson komust ekki áfram í úrlit sex efstu, en Stefán varð í sjöunda sæti og var því að banka á dyrnar í úrslitunum og Evert hafnaði í níunda sæti. Fitness kvenna Freyja Sigurðardóttir varð önnur í fitnessflokki kvenna. Keppnin í hennar flokki var mjög jöfn í efstu sætunum en Freyja er í frábæru formi og þessi árangur hennar er frábær, ekki síst í ljósi þess hveru gríðarlega sterkir keppendur það voru sem hún keppti við. Sigurvegari í hennar flokki var Tea Havstein Eriksen frá Noregi en þriðja varð Stina Telhammar frá Svíþjóð. Fitness kvenna eldri en 35 ára Í fitnessflokki kvenna eldri en 35 ára sigraði Jorun Steine frá Noregi. Jorun sem fram til þessa hefur keppt í vaxtarrækt skipti þarna um gír og hafði greinilega undirbúið sig fyrir keppnina með það að leiðarljósi að draga úr vöðvamassanum og skurðunum sem fylgja vaxtarræktinni og var í mýkra formi sem vel á heima í fitnesskeppni kvenna. Önnur varð Sheila Zeinali frá Svíþjóð og þriðja Hanne Bache-Mathiesen Henriksen frá Noregi. Þar á eftir komu íslendingarnir Anna Bella Markúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir í fjórða og fimmta sæti. Íþróttafitness karla Keppt er í upptogi, dýfum og 500 m róðri og samanburði í íþróttafitness karla. Í dómum gilda æfingarnar helming á móti samanburðinum. Þrír íslendingar kepptu í þessari keppnisgrein, þeir Kristján Kröyer, Arnar Grant og Sigurkarl Aðalsteinsson. Sigurkarl hóf keppnina á því að meiðast á öxl og átti því erfitt uppdráttar eftir það, en svo fór að Kristján Kröyer hafnaði í þriðja sæti og Arnar Grant í því fjórða. Kristján mætti þarna í sínu besta formi og á greinilega framtíðina fyrir sér í þessari íþróttagrein. Íþróttafitness kvenna Það var hin danska Lonnie Boe Pedersen sem sigraði íþróttafitness kvenna. Önnur varð Áslaug Lia Pettersen frá Noregi og þriðja varð Madeleine Elisabeth Wessman frá Noregi. Íslendingunum gekk nokkuð vel í þessum keppnisflokki, en Elín Ösp Sigurðardóttir varð fjórða, Björk Varðardóttir fimmta og Elín Leósdóttir sjötta. Myndir eru væntanlegar í myndasafnið hér á fitness.is.