Myndir NorðurlandamótÞað er sannkölluð myndaveisla í gangi í myndasafni fitness.is á flickr.com. Komnar eru 470 myndir frá Norðurlandamótinu í safnið. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir (www.gyda.is) fyrir fitness.is. Fjöldi erlendra og innlendra ljósmyndara voru í Háskólabíói að mynda en að öðrum ólöstuðum verður að segjast að Gyðu hefur tekist að ná ótrúlega skemmtilegum og skýrum myndum. Gyða hefur undanfarin ár myndað fyrir fitness.is bæði hér heima og erlendis og myndasafnið hefur því vaxið og dafnað í samræmi við það. Alls eru komnar um 14.000 myndir frá ýmsum mótum í gegnum tíðina í myndasafnið og því um sagnfræðilega heimild að ræða.