PlakatBikarmot2014vef2Alls skráðu sig 127 keppendur á Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fer fram föstudaginn og laugardaginn 14. og 15. nóvember í Háskólabíói. Mikil þátttaka er í módelfitness, sportfitness og fitnessflokkum kvenna og má því búast við harðri keppni. Mikil aukning hefur orðið í keppendafjölda í sportfitness karla. Alls hafa 23 keppendur skráð sig þar og verður því skipt í tvo hæðarflokka. Yfir og undir 178 sm. Einnig er ánægjulegt að 12 keppendur skráðu sig í fitnessflokk kvenna 35 ára og eldri. Aðrir flokkar í módelfitness og fitness eru sömuleiðis vel mannaðir enda hefur keppendafjöldi farið vaxandi þegar á heildina er litið undanfarin ár.

Fyrir keppendur hefst mótið á innritun og vigtun á fimmtudeginum en á föstudeginum fer fram keppni í karlaflokkum og á laugardeginum keppni í kvennaflokkum. Mótið er því tvískipt eins og undanfarin tvö ár sem hefur komið vel út. Að þessu sinni verður ekki haldin forkeppni á laugardaginn í þeim flokkum sem eru með sex eða færri keppendur. Hafa ber í huga að í meðfylgjandi dagskrá eru taldir upp þeir flokkar sem samkvæmt núverandi skráningu eru með fleiri en sex í forkeppninni á laugardeginum. Eftir innritun og vigtun á fimmtudag getur keppendafjöldi í flokkum breyst og keppendur þurfa því að fylgjast með því hvort þeirra flokkur fari í forkeppni eða ekki.

Keppendalistinn verður birtur á morgun, fimmtudag.

Í meginatriðum er dagskráin eftirfarandi:

Fimmtudagur 13. nóvember

Kl. 19.00-21.00 Innritun keppenda í Háskólabíói.

Föstudagur 14. nóvember

Kl. 19.00 Keppni í fitness, vaxtarrækt og sportfitness karla.

Laugardagur 15. nóvember

Kl. 11.00 Forkeppni í fitness, módelfitness og ólympíufitness kvenna.

Kl. 18.00 Úrslit í fitness, módelfitness og ólympíufitness kvenna.

Helstu fyrirtækin í líkamsræktargeiranum munu vera með kynningar á vörum og þjónustu á meðan mótið fer fram.

Forsala miða mun hefjast mánudaginn 10. nóvember í Hreysti í Skeifunni. Fastlega er búist við fullu húsi að þessu sinni enda fer saman mikill keppendafjöldi og fullt hús. Áhugasamir eru því hvattir til að tryggja sér miða í forsölu. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að fólk hafi þurft frá að hverfa þegar uppselt var á keppnisstað.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að sjá nákvæma dagskrá.

Screen Shot 2014-11-05 at 21.41.08 Screen Shot 2014-11-05 at 21.40.56

Dagskra Bikarmot Keppendur 2014