Við Mýrargötu 2-8 stendur bardagaíþróttafélagið Mjölnir. Félagið var stofnað árið 2005 og hefur það á stefnuskrá sinni að æfa blandaðar bardagaíþróttir, betur þekkt á ensku sem mixed martial arts (MMA.Hjá Mjölni eru tímar í brasilísku jiu-jitsu (BJJ), sparkboxi, clinch og auðvitað MMA, en það er í MMA tímunum sem öllu fyrrnefndu er blandað saman í eina heild. Hjá Mjölni ríkir góður andi og það er vel tekið á í æfingum. Þessi góði andi hefur svo laðað að sér aðra starfsemi, eins og t.d. kettlebells tímana vinsælu að ógleymdum combat conditioning þrek tímunum. Báðir þessir tímar falla mjög vel að starfinu sem er fyrir í húsinu.
Mjölnir er fyrst og fremst íþróttafélag sem leggur stund á lifandi bardagaíþróttir. Í því felst að iðkendur verða að geta reynt með sér á æfingum og keppt í íþróttunum sem eru stundaðar. Það er auðvitað hægt að æfa án þess að keppa og það æfa margir eingöngu fyrir líkamsræktina. Félagið stendur reglulega fyrir mótum og sendir keppendur til útlanda. Í dag er einn atvinnumaður í MMA að þjálfa hjá félaginu, Árni Ísaksson og annar er að keppa fyrir hönd félagsins á Írlandi, en það er hann Gunnar Nelson.