Leikmenn rugla gjarnan saman kraftlyftingum og lyftingum og þykir kannski ekki undarlegt. Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.Lyftingar eða tvíþraut eins og hún er kölluð er hinsvegar ólympísk keppnisgrein sem byggist á snörun og jafnhöttun. Báðar þessar greinar krefjast mikillar tækni, teygjanleika, snerpu og sérstaklega sprengikrafts. Yfirleitt byggjast æfingar hjá lyftingamönnum á fáum endurtekningum með miklar þyngdir. Algengt er að þeir séu að gera eina til þrjár endurtekningar. Kreatínfosfat virkar eins og eldsneyti fyrir vöðvaþræði sem taka mest á í kraftmiklum átökum og kreatínið sem tekið er í bætiefnaformi hefur mikið að segja um það hversu mikið magn af kreatínfosfati er í vöðvunum og það hversu fljótt það skilar sér aftur inn í vöðvana eftir erfið átök. Flestar rannsóknir hafa sýnt að kreatín gagnast íþróttamönnum sem keppa eða æfa í keppnisgreinum sem byggjast á snerpu og sprengikrafti. Það gagnast því alls ekki öllum íþróttamönnum. Það eru því ekki allir sem hafa gagn af að kaupa kreatín í bætiefnaformi. Kreatín hefur hinsvegar sannað sig til ákveðinnar notkunar og því ætti hver og einn að meta hvort það gagnist honum. Dæmi eru um að kreatín hafi aukið hjá íþróttamönnum um 8% eftir einungis eins mánaðar notkun. Heimild: Strength conditioning journal, 29: 60-66, 2007