Kristján Samúelsson og Sigurbjörn Guðmundsson
Kristján Samúelsson og Sigurbjörn Guðmundsson

Evrópumóti IFBB í fitness og vaxtarrækt lauk um helgina í Rúmeníu. Kristján Samúelsson og Sigurbjörn Ingi Guðmundsson héldu utan til keppni og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskir karlar keppa a Evrópumóti í fitness. Kristján og Sigurbjörn náðu mjög góðum árangri þar sem þeir lentu í sjötta og sjöunda sæti í sínum flokki. Þeir áttu báðir raunhæfa möguleika á verðlaunasætum þar sem keppninn var mjög jöfn. Þeir sem sigra á þessum mótum eiga mögleika á að gerast atvinnumenn sem gefur til kynna hver styrkleiki þessara móta er.Keppt var í fitness, formfitness og vaxtarrækt karla á Evrópumótinu. Kristján og Sigurbjörn kepptu í formfitness en keppt var þarna í fyrsta skipti eftir nýjum reglum sem kveða á um að keppendur taki fimm skyldustöður eins og vaxtarræktarmenn gera.

Í formfitness eru takmörk fyrir því hversu þungir keppendur mega vera. Á þessu móti var keppt í einum opnum flokki í formfitness en keppendur þurftu að uppfylla skilyrði um ákveðna líkamsþyngd gagnvart hæð.

Gilda þær þyngdarreglur að þeir sem eru innan 170 cm háir mega vera hæð í cm mínus 100 + 2 kg. Semsagt mest 72 kg. Þeir sem eru 170-178 cm mega vera hæð mínus 100 + 4 kg. Hærri en 178 cm mega vera hæð mínus 100 + 6 kg.

Hugsanlegt er að keppt verði eftir þessu flokkakerfi á næsta Íslandsmóti í fitness. Gert er ráð fyrir að með þessum breytingum muni fjöldi keppenda á alþjóðlegum mótum aukast verulega eins og raunin varð með formfitness kvenna fyrir þremur árum.

Myndir frá keppninni eru komnar í myndasafnið. Myndirnar tók Einar Guðmann.

Myndasafn