Helgina 7 – 8 maí, fer fram Evrópumót IFBB í fitness og vaxtarrækt í Búkarest í Rúmeníu. Kristján Samúelsson og Sigurbjörn Ingi Guðmundsson munu halda þangað til keppni um helgina til þess að keppa í formfitness. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar senda karla til að keppa á Evrópumóti.Sett hafa verið takmörk á þyngd keppenda á Evrópumótinu til þess að koma í veg fyrir að keppendur verði of vöðvamassaðir. Gilda eftirfarandi formúlur: Lægri eða jafnt og 170 cm hæð mega vera mest 72 kg. 171 – 178 cm keppendur mega vera hæð í cm mínus 100 + 4 kg = hámarksþyngd. Hærri en 178 cm mega vera hæð í cm mínus 100 + 6 kg = hámarksþyngd. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á Evrópumótinu að keppendur í formfitness koma til með að þurfa að taka stöður eins og gert er í vaxtarræktinni. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta keppnisform kemur til með að verða framkvæmt, þar sem líklegt er að með þessari keppni séum við að horfa til framtíðar hvað framtíðarskipan fitnesskeppna varðar. Einar Guðmann mun halda utan með þeim félögum til þess að dæma á mótinu og munum við birta myndir og úrslit frá keppninni við fyrsta tækifæri.