Frábær árangur náðist í dag þegar Kristín Kristjánsdóttir fékk bronsverðlaun á alþjóðlegu boðsmóti í Sofíu í Búlgaríu. Keppnin er haldin í boði áðurnefndrar prinsessu sem bauð útvöldum keppendum að taka þátt í mótinu. Kristín keppni í fitnessflokki undir 163 sm með þessum frábæra árangri.Þau Kristín Kristjánsdóttir og Sigurður Gestsson eru stödd úti í Sofíu í góðu yfirlæti í boði prinsessu Kalina. Í símtali við ritstjóra Fitnessfrétta fyrr í dag kom fram að Kristín sé að vonum ánægð með árangurinn og framundan sé vegleg konungleg veisla fyrir keppendur á mótinu. Íslendingarnir munu halda heim á leið á morgun, sunnudag en næsta helgi er sjálf Fitnesshelgin og þar hyggst Kristín keppa í bæði flokki 35 ára og eldri og opnum flokki.