Um helgina fer fram fitnessmót sem nefnt er eftir Prinsessu Kalina, dóttur Simeon konungs Búlgaríu. Prinsessan er sérstakur ráðgjafi fulltrúastjórnar Alþjóðasambands líkamsræktarmanna. Kristínu Kristjánsdóttur var sérstaklega boðið að taka þátt í mótinu sem fer fram um helgina í Sofia í Búlgaríu.Mótið er svokallað boðsmót þar sem völdum keppendum er boðið að taka þátt og peningaverðlaun eru í boði fyrir sigurvegara. Kristín mun keppa í yfir 163 sm flokki og þegar úrslit verða ljós munum við segja frá þeim hér á fitness.is.