Heimsmeistari í fitnessNokkrir íslenskir keppendu munu halda til keppni á heimsmeistaramótið í fitness 17 – 20 september. Í vikunni var staðfest að mótið yrði haldið aftur í Santa Susanna á Spáni, en þar var það haldið á síðasta ári. Keppendurnir sem eiga kost á að fara á heimsmeistaramótið eru Anna Bella Markúsdóttir, Heiðrún Sigurðardóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Sif Garðasdóttir og Freyja Sigurðardóttir. Undirbúningur keppenda fer að hefjast hvað og hverju enda ekki óvanalegt að keppendur taki sér 12 – 16 vikur í undirbúning fyrir keppni.
Myndin er af heimsmeistara kvenna í fitness 2003. Er ekki nokkur svipur með henni og þeirri sem sér um morgunsjónvarpið á Stöð 2?