Tekin voru átta lyfjapróf á Íslandsmóti IFBB í fitness sem haldið var um Páskana á Akureyri. Eins og undanfarin ár voru verðlaunasætin lyfjaprófuð auk nokkurra til viðbótar. Lyfjaprófin eru framkvæmd af ÍSÍ að beiðni IFBB fitness sambandsins. Keppendurnir sem fóru í lyfjaprófið voru Sif Garðarsdóttir, Heiðrún Sigurðardóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Anna Bella Markúsdóttir, Kristján Samúelsson, Guðni Freyr Sigurðsson, Þórarinn Traustason og Bjarni S. Kárason.

Eitt sýni reyndist jákvætt og var það sýni Þórarins Traustasonar sem hafði hafnað í fjórða sæti í keppninni. Var um að ræða stera og efedrín sem fundust í sýninu. Í kjölfarið fer Þórarinn í tveggja ára keppnisbann samkvæmt reglum IFBB sambandsins.