Heiðrún Sigurðardóttir á Spáni. Enn ein heimasíðan á vefnum hefur birt myndir af Heiðrúnu Sigurðardóttur Íslandsmeistara IFBB í fitness. Þar er Heiðrún í félagsskap keppenda sem eru í allra fremstu röð í fitness í heiminum í dag. Fyrir Heiðrúnu er þetta mikil kynning þar sem þessi síða er viðurkennd sem ein sú vandaðasta í þessum geira og skartar ljósmyndum eftir marga af virtustu ljósmyndurunum í þessum geira. Ljósmyndararnir sem voru að mynda Heiðrúnu á heimsmeistaramótinu í Santa Susanna síðastliðið haust kepptust við að ná myndum af henni, þrátt fyrir að þeir vissu að hún hefði ekki hafnað framarlega í keppninni. Hún hafði nefnilega það fram yfir fjölmarga keppendur að vera afar myndræn, enda myndarleg.

Smelltu hérna til að skoða myndirnar á
www.extravaganzagallery.com