Skráning keppenda hafin
Þrekmeistaramót Íslands verður haldið laugardaginn 8. maí kl 13.00 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Mikill áhugi er á mótinu og er skráning keppenda  hafin hér á fitness.is. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst, hvort sem ætlunin er að keppa í liða eða einstaklingskeppninni. Ef einhverjir eru að smala saman í lið er vel þegið að fá sendan tölvupóst á
keppni@fitness.is með ábendingu um það til þess að vita hversu margir eru að stefna á keppnina. Keppnin verður kynnt sérstaklega í næsta eintaki Fitnessfrétta og gefin verður út handbók Þrekmeistrarans sem dreift verður með blaðinu.
Hér á fitness.is er að finna ýmsar upplýsingar um reglur og annað tengt Þrekmeistaranum.


Skráning keppenda er hérna

Reglur er að finna hérna.

Gagnlegar greinar er að finna hérna.

Facebook
Fyrri greinHeiðrún meðal heimsmeistara
Næsta greinÚtreikningar á mataræði