Af óviðráðanlegum orsökum verður Þrekmeistarinn sem halda átti 5. nóvember felldur niður. Óheppilega stendur á fyrir fjölda keppenda sem ýmist komast ekki til keppni eða hafa öðrum erindum að sinna. Skráningar hafa verið með þeim hætti að ekki er annað hægt en að fella niður mótið. Unnið er að breytingum á Þrekmeistaranum og mun hann birtast í nýrri mynd vorið 2012.