Íslandsmót Þrekmeistarans fer fram laugardaginn 5. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri. Á þrekmeistaranum er farið í kappi við klukkuna í gegnum tíu æfingar. Fjöldi keppenda hafa gaman af að taka þátt í þessari skemmtilegu keppnisgrein en hægt er að lesa allt um reglur og undirbúning hér á vefnum.

Keppnisflokkar:
– Kvennaflokkur opinn
– Karlaflokkur opinn
– Kvennaflokkur 39 ára +
– Karlaflokkur 39 ára +
– Liðakeppni karla
– Liðakeppni kvenna
– Liðakeppni karla 39 ára +
– Liðakeppni kvenna 39 ára +
– Tvenndarkeppni

Skráning keppenda mun hefjast hér á fitness.is í september.