Melatónín hormónið er mikilvægt fyrir ónæmiskerfi líkamans og er þýðingarmikið fyrir góðan svefn. Langvarandi svefntruflanir stuðla að offitu, hugsanlega vegna tilhneygingar til að borða frekar að næturlagi ef svefnleysi sækir að. Spænskir vísindamenn gerðu rannsóknir á rottum og komust að því að aukið magn melatóníns hindraði þyngdaraukningu og hættu á hjartasjúkdómum í kjölfar offitu og hárrar blóðfitu. Til viðbótar við melatónín bætiefni sem seld eru í heilsubúðum í Bandaríkjunum en er lyfsseðilsskylt hér á Íslandi er hægt að fá melatónín í ýmsum plöntum, ávöxtum, hnetum, sólblómafræjum, fennel og kirsuberjum. Þetta hormón hefur greinilega mikil áhrif á heilbrigði okkar og virðist hafa meiri áhrif á þyngdarstjórnun en áður var talið. Einn áhrifaþátturinn er svefninn. Hrotur og öndunarerfiðleikar í svefni geta verið merki um kæfisvefn sem getur verið alvarlegt vandamál. Ef þú átt erfitt með svefn er ráðlegt að leita læknis.

(Journal Pineal Research, 50: 207-212, 2011)